Göngudagur

Á morgun, föstudaginn 7. september, er göngudagur hjá Gerðaskóla. Lagt verður af stað fljótlega eftir nafnakall. Nemendur verða að vera búnir eftir veðri og taka með sér nesti.

Áætluð heimkoma er kl 11:20 og er þá hádegismatur í boði fyrir nemendur sem eru í mataráskrift. Skólasel er opið fyrir nemendur sem eru skráðir í frístund.

 

Nemendur í 1. - 3. bekk ganga Kambinn að vitanum.

 

Nemendur í 4. - 6. bekk ganga Skagagarðinn.

 

Nemendur í 7. - 10. bekk ganga upp Þorbjörn.