Friðrik Erlingsson í heimsókn

5. bekkur í Gerðaskóla fékk skemmtilega heimsókn á dögunum þegar Friðrik Erlingsson, höfundur Benjamín dúfu kom til þeirra. Nemendur hafa nýlega lokið við að lesa þessa átakanlegu bók og horfðu einnig á myndina fyrir heimsóknina. Þau undirbjuggu sig vel og voru tilbúin með góðar spurningar fyrir Friðrik. Þetta var mjög skemmtileg, fræðandi og einlæg stund. Við þökkum Friðriki kærlega fyrir heimsóknina.