Forvarnardagurinn sem haldinn er ár hvert að frumkvæði forseta Íslands var í dag í Gerðaskóla. Þennan dag taka nemendur í 9. bekk þátt í verkefnavinnu sem tengist forvarnargildi þess að börn og ungmenni eyði tíma með fjölskyldunni, taki þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og seinki því að neyta áfengis eða sleppi því. Það voru góðir gestir sem stýrðu verkefnavinnunni með krökkunum. Þetta voru þau Krissi lögga, Rakel yfirmaður Eldingarinnar og Jóhann Birnir fyrrverandi knattspyrnumaður. Við þökkum þeim kærlega fyrir að vera með okkur í þessu verkefni.