Þann 13. og 14. nóvember voru þemadagar í Gerðaskóla þar sem þemað var Fjölmenningin auðgar. Föstudaginn 15. nóvember var svo opið hús þar sem foreldrar og forráðamenn voru boðin velkomin í skólann. Við erum afar stolt af fallega fjölbreytileikanum í skólanum okkar og reyndum að gera þeim 19 þjóðlöndum sem nemendur okkar tengjast góð skil. Nemendur unnu fjölbreytt verkefni á þemadögum þar sem unnið var með þjóðfána og ýmsar upplýsingar um þjóðlönd nemenda. Á opnu húsi sýndu nemendur svo afrakstur þemadaga, buðu uppá kökur skreyttar fánalitum og ýmsa rétti frá nokkrum löndum sem nemendur og forráðamenn undirbjuggu og buðu uppá. Meðal verkefna á þemadögum var að taka viðtöl við nemendur í skólanum og má sjá myndbandið hér.
Við þökkum öllum sem heimsóttu okkur og erum í skýjunum með frábæra mætingu á opnu húsi.
Hægt er að skoða myndir hér.