Ágætu foreldrar og forráðamenn
Vegna appelsínugulrar veðurviðvörunar sem gefin hefur verið út fyrir morgundaginn, miðvikudaginn 5. febrúar, biðjum við ykkur vinsamlegast að sækja börn ykkar í leikskóla, grunnskóla og frístund klukkan 13:15 á morgun.
Þessi ráðstöfun er gerð til að tryggja öryggi barna og starfsfólks í ljósi væntanlegra veðuraðstæðna. Við biðjumst velvirðingar á því ónæði sem þetta kann að valda, en öryggi allra er í forgrunni.
Það er einnig slæm spá fyrir fimmtudaginn svo við biðjum ykkur að fylgjast vel með pósti varðandi skólahald á fimmtudag.
Vinsamlegast hafið samband við viðkomandi skóla eða frístundaheimili ef þið hafið einhverjar spurningar eða þarfnist frekari upplýsinga.
Við þökkum fyrir skilning ykkar og samvinnu.
Með kveðju, neyðarstjórn Suðurnesjabæjar