Skólaslit Gerðaskóla voru haldin með hátíðlegum brag þann 4. júní en þá var skólanum slitið í 152. skiptið og í fyrsta skiptið undir stjórn Jóns Ragnars Ástþórssonar skólastjóra. Árgöngum skólans var skipt í tvennt þar sem 1. – 6. bekkur komu saman og svo 7. – 10. bekkur. Kór Tónlistarskóla Garðs og Gerðaskóla fluttu nokkur sönglög fyrir gesti og stóðu sig með stakri prýði. Einnig voru þau Elísa Tan, nemandi úr 9. bekk og Benedíkt Natan, nemandi í 10.bekk með tónlistaratriði . Svo í lokin steig hljómsveitin Payroll á stokk og flutti tvö lög við mikin fögnuð viðstaddra.
Jón Ragnar Ástþórsson, skólastjóri flutti ávarp og sagði frá því helsta sem einkennt hefur skólaárið. Jón Ragnar ávarpaði einnig útskriftarárgang skólans og hvatti þau til góðra verka í framtíðinni.
Foreldrar útskriftarnemenda buðu svo nemendum 10. bekkjar og starfsfólki skólans í veglegt kaffisamsæti að skólaslitnum loknum.
Veittar voru viðurkenningar fyrir list- og verkgreinar í 7. bekk. Í 8. og 9. bekk voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur. Tveir nemendur 10. bekkjar hlutu viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur og fimm nemendur í 10. bekk hlutu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í íþróttum.
Starfsfólk Gerðaskóla þakkar nemendum, foreldrum og forráðamönnum fyrir samstarfið á liðnu ári, með ósk um áframhaldandi góð og jákvæð samskipti. Við sendum útskriftarárgangi Gerðaskóla árið 2024 innilegar hamingjuóskir með áfangann, megi framtíðin verða björt.
Hægt er að skoða myndir frá skólaslitum hér.
Eftirtaldir nemendur hlutu viðurkenningu skólaárið 2023-2024:
Kvenfélagið Gefn veitti viðurkenningar til nemenda í 7.bekk sem voru að klára sitt síðasta ár í list- og verkgreinum:
Sóldís Rósanna Almarsdóttir í heimilisfræði
Díana Guðrún Aronsdóttir í textílmennt
Díana Guðrún Aronsdóttir í smíði
Þórey Edda Markúsdóttir í sjónlistum
Viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur í 8. og 9. bekk:
Hrafnkell Máni Másson í 8. bekk
Bjarni Dagur Jónsson í 9. bekk
Viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur í 10. bekk:
Baldur Logi Brynjarsson
Rúnar Máni Svansson