Söngkeppni Kragans var haldin í Sjálandsskóla í Garðabæ föstudaginn 7. febrúar.
Í ár voru 19 atriði sem tóku þátt og voru öll atriðin virkilega flott. Það þarf mikið hugrekki að stíga á svið fyrir framan fullan sal af fólki.
Það voru einungis 4 atriði sem komast áfram í Söngkeppni Samfés sem sýnd verður í beinni útsendingu á RÚV 3. maí nk.
Elísa, nemandi okkar í 10. bekk í Gerðaskóla var ein af þeim 4 atriðum sem komust áfram í Söngkeppni Samfés. Hún söng og spilaði á gítar lagið Linger með Cranberries.
Við erum ótrúlega stolt af Elísu og hlökkum til að sjá hana á stóra sviðinu í Laugardalshöll í maí.