Eldvarnarfræðsla

Í gær fengu nemendur í 3. bekk heimsókn frá Brunavörnum Suðurnesja og Lionsklúbbnum Garði. Nemendur horfðu á mynd og fengu fræðslu um rétt viðbrögð við eldsvoða og mikilvægi þess að vita hvað á að gera ef upp kemur eldur, fylgdust nemendur með af áhuga. Nemendurnir fengu að gjöf litabók, bókamerki, endurskinsmerki o.fl. Síðan var farið út og fengu allir að prófa að sprauta úr brunaslöngu sem vakti mikla lukku.

Hægt er að skoða fleiri myndir hér