Dagur stærðfræðinnar er tengdur þekktustu tölunni í stærðfræði, tölunni 3,14 eða pí. Þemað í ár er stærðfræði, listir og sköpun (e. Mathematics, art, and creativity). Stærðfræði og listir hafa verið samofin í gegnum tíðina. Hvort sem um ræðir samhverfur í náttúrunni, gullinsnið í myndlist, endurtekningu og mynstur í tónlist eða reiknirit í tölvulist er hægt að sjá hvernig stærðfræðileg hugsun mótar sköpun í margvíslegu formi. Í gegnum tíðina hafa listamenn nýtt stærðfræðileg hugtök til að skapa heillandi verk og á sama tíma hefur stærðfræðin krafist sköpunar þegar kemur að lausnaleit og nýjum uppgötvunum. (tekið af flatarmál.is)
Nemendur skólans tóku virkan þátt í deginum. Fjöldi nemenda og starfsmanna tóku einnig þátt í stærðfræðigetrun sem að þessu sinni var giska á hve mörg glerílát voru í gegnsæjum kassa. Alls tóku 197 nemendur þátt í getrauninni og 28 starfsmenn. Svörin voru frá 5 til 1500. Algengasta talan 100. Glerílátin voru 142.
Þau sem komu næst því eru nemendurnir:
Veigar Leo í 5. ÞA sem giskaði á 136
Vigdís Sara 8. HH sem giskaði á 144
Í hópi starfsmanna varð að draga milli þriggja og sú sem dregin var er Sigrún Harpa. Allir verðlaunahafar fengu gjafabréf frá Huppu.