Dagur íslenskrar tungu

Þann 12. nóvember héldum við í Gerðaskóla dag íslenskrar tungu hátíðlegan. Nemendur og starfsfólk komu saman á sal skólans þar sem flutt voru frábær skemmtiatriði, söngur, upplestur og leikir. Það voru nemendur í 2., 4. 6., 8. og 10. bekk sem skipulögðu og æfðu atriði á hátíðinni auk þess sem nemendur Tónlistarskólans í Garði fluttu tónlistaratriði. Nemendur í 10. bekk fluttu kynningu á Jónasi Hallgrímssyni en 16. nóvember er fæðingardagur hans. Á þeim degi hefst einnig Stóra upplestrarkeppnin en fulltrúar 7. bekkjar tóku við keflinu af fulltrúum 8. bekkjar á hátíðinni, nú hefjast æfingar og undirbúningur fyrir keppnina hjá 7. bekk.

Hægt er að sjá myndir hér