Í síðustu viku hófst þriggja vikna árshátíðarlota í Bræðingi á unglingastigi, áhersla í lotunni er á list- og verkgreinar. Nemendur vinna nú hörðum höndum að undirbúningi árshátíðar og koma með mismunandi hætti að þeim undirbúningi. Lotan er sett þannig upp að nemendur velja sér hóp eftir ákveðnum áherslum og áhuga. Hóparnir sem eru í boði eru sviðshópur, búningar og leikmynd, ljós-hljóð og mynd og skreytingahópur.
Sviðshópurinn setur upp og æfir atriði fyrir árshátíðina, nemendur í ljós, hljóð og mynd læra á ljósabúnað, stýra hljóðkerfi og aðstoða við upptöku á árshátíðardaginn. Leikmyndahópurinn hefur verið önnum kafinn við að smíða sviðsmyndakassa og upphækkanir sem notaðar eru á sviði, einnig hafa nokkrir nemendur boðist til að aðstoða við að sauma búninga og fleira í yngri bekkjum.
Við erum mjög spennt fyrir árshátíðardeginum okkar, 7. apríl nk. og það verður eflaust líf og fjör í skólanum þangað til.
Hægt er að lesa meira um lotuna hér - Bræðingur - árshátíðarlota
Hægt er að skoða myndir hér