Nú á síðustu dögum hafa 13 nemendur lokið við lestur í bókaklúbb á bókasafninu. Í dag komu þeir á safnið og fengu viðurkenningu og smá verðlaun.
Á bókasafninu eru fimm mismunandi bókaklúbbar, þeir eru:
Binna B. Bjarna
Heyrðu Jónsi
Ráðgátuklúbburinn
Ljósaseríuklúbburinn
Hundar kettir og önnur dýr


Þessir klúbbar henta vel fyrir nemendur í 1. - 6. bekk. Það er gaman að sjá hvað nemendur eru áhugasamir um bækurnar og dugleg að lesa. Á tveimur mánuðum hafa bækurnar um Binnu og Jónsa farið um 670 sinnum í útlán. Það er ótrúlega vel gert! Nemendur hafa tekið vel við sér og margir skrá sig strax í annan klúbb um leið og einum er lokið.