Þriðjudaginn 4. apríl höldum við bláa daginn hátíðlegan í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar. Þá eru allir hvattir til að klæðast bláu og foreldrar um leið hvattir til að ræða við og fræða börn sín um einhverfu.
Fögnum fjölbreytileikanum því lífið er blátt á mismunandi hátt!
#blarapril
Nokkrir áhugaverðir punktar um einhverfu:
- Einhverfa er meðfædd og því fötlun en ekki sjúkdómur
- Einhverfa er röskun í taugaþroska og einkennin koma venjulega í ljós fyrir þriggja ára aldur
- Einkennin birtast helst í skertri getu til að tjá sig, félagslegu samspili og áráttukenndri hegðun
- 1 af hverju 68 barni fæðist með röskun á einhverfurófi (1,5%) skv. nýjum erlendum rannsóknum
- Drengir eru 4-5 sinnum líklegri til að fá einhverfugreiningu en stúlkur
- Það skiptir sköpum að börn með einhverfu fái greiningu og viðeigandi aðstoð sem allra fyrst
- Engin tengsl eru milli bólusetninga og einhverfu (hefur verið margafsannað af vísindasamfélaginu)
- Birtingarmyndir einhverfu eru margar og birtast aldrei alveg eins hjá hverjum og einum
- Einhverfir hafa ótalmargt fram að færa og hafa sína styrkleika eins og allir aðrir
Hér eru fleiri upplýsingar