Þriðjudaginn 6. október og miðvikudaginn 7. október verður boðið upp á Best í flestu leikana fyrir börn á grunnskólaaldri. Leikarnir snúast um að taka þátt í skemmtilegum þrautum við og í Gerðaskóla milli kl. 14:15 og 16:00. Hægt er að skrá sig á staka þraut en við hvetjum alla til að taka þátt í öllum þrautunum og eiga þannig möguleika á að verða í verðlaunasæti og hljóta heiðurinn að því að vera Best í flestu meistari : )
Þrautirnar sem í boði eru:
ÞRIÐJUDAGURINN 6. OKTÓBER
Körfuboltahittni - þú færð 2 mínútur til að skora sem flestar körfur.
Stafsetningarkeppni - geggjaður texti lesinn og þú skrifar orð.
Badminton - hvað getur þú haldið badmintonflugu oft á lofti.
Stígvélakast - hvað nærð þú að kasta langt.
Spretthlaup - hver verður hraðastur : )
MIÐVIKUDAGURINN 7. OKTÓBER
Muffinsskreytingar - fallegasta skreytingin vinnur.
Fótboltafærni - hitta inn í húllahringi, mismunandi stig.
Víðavangshlaup - 3 km hlaup
Samstæðuspil - hver er fljótastur að klára.
Skutlukast - hver kastar skutlunni lengst : )
Þeir sem vilja taka þátt senda tölvupóst á:
gerdaskoli@gerdaskoli.is
í síðasta lagi föstudaginn 2. október 2020
Einnig er hægt að skrá sig hjá ritara Gerðaskóla í síma 4253050 : )