Gleði, söngur, Íslandsþema og almennt stuð einkenndi árshátíðina okkar í ár. Atriðin voru ótrúlega flott og við erum svo stolt af nemendum Gerðaskóla sem tóku virkan þátt í undirbúningi, æfingum, gerð leikmynda og skreytinga á sal.
Árshátíðin var tvískipt, 1.-5.bekkur var á miðvikudeginum 29. mars og 6.-10.bekkur á fimmtudeginum 30. mars og svo endaði vikan á skertum degi föstudaginn 31. mars. Við þökkum öllum gestum sem sáu sér fært að vera með okkur kærlega fyrir komuna, það var sérstaklega ánægjulegt að sjá fullan sal af áhorfendum og gestum í skólanum. Við þökkum nemendum einnig fyrir þeirra frábæra framlag. Til hamingju allir sem einn með vel heppnaða árshátíð.
Starfsfólk Gerðaskóla óskar ykkur gleðilegra páska og við sjáumst aftur hress og kát þriðjudaginn 11.apríl.
Hægt er að skoða fleiri myndir hér.