Skólaþjónusta Suðurnesjabæjar

Hlutverk skólaþjónustunnar er að veita ráðgjöf samkvæmt lögum grunnskóla.

Lög um grunnskóla nr.91/2008 

Megin viðfangsefni þjónustunnar er að styrkja skóla og starfsemi þeirra með skimunum, greiningum, ráðgjöf og eftirfylgni.

Meðal verkefna skólaþjónustunnar er þjónusta vegna:

  • almennra námsörðugleika
  • lestrar- og stærðfræðiörðugleika
  • félags- og tilfinningalegra örðugleika
  • skólagöngu fatlaðra
  • vanda sem tengist einstökum nemendum eða bekkjardeildum
  • fræðslu við foreldra og starfsmenn skóla
  • mál- og tal örðugleika

Starfsmenn skólaþjónustu:

Lóa Rut Reynisdóttir, kennsluráðgjafi

Hjördís Hafsteinsdóttir, talmeinafræðingur

Sigurður Þorsteinsson, sálfræðingur í verktöku