Lestrarstefna

Vorið 2021 vann teymi í skólanum að nýrri lestrarstefnu. Lestrarfærni er mikilvægur þáttur þegar kemur að því hvernig nemanda tekst að nýta sér námið í skólanum og fellur hugtakið lestur undir námskrá hvers skóla. Kennarar bera ábyrgð á að útfæra á faglegan hátt í kennslu sinni og öðru skólastarfi fyrirmæli menntalaga og þá stefnu sem birtist í aðalnámskrá grunnskóla (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011).

Aðalmarkmið lestrarstefnunnar er að tryggja að lestrarkennsla og lestrarþjálfun í 1.-10. bekk sé markviss og skýr fyrir alla sem koma að kennslunni og þjálfun þannig að allir nemendur skólans nái góðri lestrarfærni. Í Aðalnámskrá grunnskóla (2011) segir: Lestur er lykill að öllu námi og því þarf lestrarkennsla og lestrarþjálfun á öllum stigum að vera skýr, fjölbreytt og markviss. Góð lestrarfærni er nauðsynleg til þess að geta tekið þátt í samfélaginu.Leita þarf allra leiða til þess að bæta stöðu þeirra nemenda sem af einhverjum ástæðum gengur illa að læra að lesa og grípa þarf inn í sem allra fyrst.

Lestrarþjálfun og góð lestrargeta eru mikilvæg í námi barna og ungmenna og teljum við í Gerðaskóla þess vegna mikilvægt að setja lestrarþjálfun í markvissan farveg til að styðja alla kennara skólans, nemendur og foreldra. Lestrarþjálfunin er sameiginlegt verkefni skóla og heimilis þar sem allir vinna eftir sömu stefnu að sama markmiði. Með þessu samstarfi er líklegra að sett markmið, áherslur og árangur náist hjá nemandanum. Lestrarstefnan er vinnuskjal sem kennarar vinna eftir í lestrar- og lesskilningskennslu auk þess sem það leiðbeinir með lestrarkannanir og greiningarpróf. Stefnt er að því að hafa vinnuskjalið virkt með því að endurskoða og bæta fyrir hvert skólaár.

Lestrarstefnuna má finna hér.

Læsissáttmáli heimilis og skóla

http://www.heimiliogskoli.is/laesissattmali/