Friðgarður

Gerðaskóli hefur verið að þróa kennsluúrræði sem við köllum Friðgarð. Markmið kennsluúrræðisins er að vinna faglega að því að efla og byggja upp færni nemenda til að geta verið sem mest í almennum bekk. Núna eru starfandi 2 þroskaþjálfar ásamt leiðbeinanda í Friðgarði. Ráðgjafaþroskaþjálfi er yfir Friðgarði og verður mikið mótunarstarf þar í vetur. Nemendur koma mismikið í Friðgarð, sumir eru þar til lengri tíma en aðrir koma nokkra tíma í viku. Það er alltaf markmiðið að nemendur öðlist þjálfun í að geta verið sem mest í vinnu með bekkjarfélögum. Aðkoma stuðningsfulltrúa er að flestum nemendum sem koma í Friðgarð og stýrir ráðgjafaþroskaþjálfi þeim í sinni vinnu ásamt deildarstjóra. Í Friðgarði eru kennslusvæði, skynörvunarherbergi, spilaherbergi og hvíldarherbergi.  

Nánari upplýsingar hér