Móttökuáætlun nýrra nemenda

Skólabyrjun nemenda í 1. bekk

Nemendur á síðasta ári leikskóla koma í heimsóknir í skólann nokkrum sinnum yfir skólaárið ásamt leikskólakennurum. Maí ár hvert er haldinn vorskóli fyrir væntanlega nemendur í 1. bekk. Markmið með honum er að kynna nemendum það umhverfi sem bíður þeirra að hausti og minnka hugsanlegan kvíða fyrir því að byrja í skóla. Grunnskólinn þarf einnig að huga að skólabyrjun barna sem ekki eru í leikskóla. Skólastjóri sendir foreldrum allra barna sem eru á skrá í Gerðaskólahverfinu og eru væntanlegir í 1. bekk og gefur þeim kost á að mæta í vorskólann. Kennarar á yngsta stigi sjá um að undirbúa vorskólann í samráði við skólastjóra.

Skólastjóri heldur fund með foreldrum þegar nemendur koma í vorskólann.

Móttaka nýrra nemenda

Þegar nemandi hefur nám við Gerðaskóla innritar foreldri hann hjá skrifstofustjóra skólans eða rafrænt á heimasíðu skólans. Skrifstofustjóri kemur upplýsingum til skólastjórnenda. Þá sendir skrifstofustjóri tölvupóst á allra starfsmenn skólans þar sem vakin er athygli á að nýr nemandi hafi hafið nám við skólann. Ef nemandi innritast eftir að skólastarf hefst að hausti boða skólastjórnendur til fundar með nemandanum, foreldri, umsjónarkennara og öðrum þeim sem þurfa þykir. Athugað er hvort nemandi er með sérþarfir sem þarf þá að undirbúa sérstaklega. 

Undirbúningur viðtals

Umsjónarkennara tilkynnt um væntanlegan nemanda, hvaðan hann er og hvenær móttökuviðtal fer fram.

Umsjónarkennari undirbýr nemendur fyrir komu nýs nemanda og tilkynnir jafnframt öðrum kennurum sem kenna honum um komu hans.

Móttökuviðtal

Móttökuviðtalið sitja foreldrar, nemandi, skólastjórnandi, umsjónarkennari og aðrir þeir sem nauðsyn er talin á að sitji viðtalið.

Eftirfarandi þættir eru útskýrðir fyrir foreldrum og nemandanum í móttökuviðtalinu:

  • Stundaskrá nemandans. Farið yfir hverja kennslustund þannig að ljóst sé um hvaða námsgrein er að ræða.
  • Íþróttir og sund. Staðsetning, fatnaður, reglur varðandi sturtu og mætingar.
  • Skóladagatal. Farið yfir þá daga sem ekki eru hefðbundnir skóladagar.
  • Símanúmer skólans, heimasíða, facebook og netföng kynnt.
  • Skólareglur og mætingaskylda.
  • Mötuneyti og nestismál kynnt foreldrum.
  • Skólagæslan kynnt ef um nemanda í 1. - 4. bekk er að að ræða.
  • Ákveðið hvenær nemandinn byrjar í skólanum.
  • Hvert á að snúa sér ef nemanda líður illa í skólanum.
  • Hlutverk foreldra hvað snertir heimanám og samstarf heimilis og skóla.
  • Mentor kynntur fyrir foreldrum.
  • Farin kynnisferð um skólann.
  • Námsráðgjafi boðar nemanda til viðtals fljótlega eftir að nemandi hefur nám við skólann.
  • Valinn er móttökustjóri úr hópi nemenda bekkjarins til að sinna nýja nemandanum í nokkra daga.

Fjölþjóðaver

Í Gerðaskóla er fjölþjóðaver þar sem kennsla nemenda með annað móðurmál en íslensku fer fram. Nemendur tilheyra allir almennum bekk og hafa sinn umsjónarkennara en fara í verið til að öðlast meiri orðaforða og færni í íslensku. Þetta getur átt við nemendur af erlendum uppruna eða íslenska nemendur sem dvalið hafa lengi erlendis.

Kennari í fjölþjóðaveri vinnur stundatöflu fyrir nemendur í samstarfi við deildastjóra stoðþjónustu, umsjónarkennara og foreldra. Nemandi fylgir sínum bekk eins og kostur er og kennsla tekur mið af þörfum hans.

Móttökuferlið

  • Áður en skólaganga hefst þarf nemandi að hafa dvalarleyfi og heilbrigðisvottorð
  • Túlkur er pantaður ef þörf er á því
  • Umsjónarkennari og kennari fjölþjóðavers boða nemanda og forráðamenn í móttökuviðtal
  • Hafa til taks innritunarblað

Kynna þarf fyrir forráðamönnum og nemanda:

  • Starfsemi skólans (húsnæðið, kennara, stundaskrá, mötuneyti, íþróttamiðstöð o.fl.)
  • Samstarf heimilis og skóla (Mentor, foreldrafélag o.fl.)
  • Símanúmer skólans, heimasíðu og facebooksíðu
  • Nesti, íþróttafatnað og sundfatnað
  • Hvernig á að tilkynna forföll og biðja um leyfi
  • Hvert á að snúa sér ef vandamál koma upp
  • Fjölþjóðaver
  • Fyrsta skóladaginn og staðfesta hvenær hann er áætlaður
  • Næsta fund (ef við á)