Gerðaskóli Garði

Stofnaður 1872

Sími: 422-7020

Markþjálfun

Hvað er markþjálfun?

Markþjálfun fer fram í samtali milli markþjálfa og marksækjanda og miðar að því að marksækjandi skilgreini markmið sín, væntingar og óskir. Jafnframt lærir hann að nýta betur eigin styrkleika og tækifæri, kortleggja eigin framtíðarsýn og fær stuðning til að taka skref til að gera hana að veruleika.

Áhersla er lögð á vitundarsköpun og að virkja innsæi einstaklingsins til að sjá hlutina í nýju ljósi og finna þær lausnir sem búa innra með honum. Ferli spurninga og persónulegra uppgötvana er notað til að efla vitund og ábyrgð hvers og eins, og laða fram það besta í einstaklingnum, hvort sem er í starfi eða einkalífi.

Markþjálfunarsamtal er ávallt trúnaðarsamtal.

 

Markþjálfun í skólastarfi

  • Getur stuðlað að persónulegum vexti og nýjum möguleikum
  • Hjálpar einstaklingum að hámarka eigin frammistöðu
  • Leggur áherslu á möguleika, frekar en vandamál
  • Getur nýst í öllu skólastarfi, bæði starfsfólki og nemendum og getur farið fram bæði í einstaklingsviðtölum og hópum
  • Getur bætt skólabrag, námsárangur, samskipti, sjálfsmynd og líðan nemenda og starfsfólks
  • Getur aukið hugrekki til jákvæðra breytinga og nýst til skólaþróunar

 

Hvað kallast það rými sem þú ferð inn í þegar þú ferð út úr þægindarammanum þínum?