Gerðaskóli Garði

Stofnaður 1872

Sími: 425-3050

Skipulag skólahalds til 4. maí

Ágætu foreldrar/forráðamenn

Nú er ljóst að að samkomubann mun standa til 4. maí. Þess vegna verður áfram skert skólastarf og eldri bekkir verða einhverja daga í heimanámi.

Skólaselið verður áfram opið frá kl. 11:00 – 14:00. Ef foreldrar þurfa ekki að nýta sér þjónustuna meðan samkomubann gildir biðjum við ykkur að hafa samband við Önnu, skolasel@gerdaskoli.is.

Hér að neðan getið þið séð hvenær hver bekkur á að mæta og hvaða inngang á að nota:

1. bekkur mætir kl. 8:15 - 11:00 – notar inngang við 1. bekk.

2. bekkur mætir kl. 8:30 - 11:15 – notar inngang við 1. bekk.

3. bekkur mætir kl. 8:15 – 11:00 – notar aðalinngang.

4. bekkur mætir kl. 8:30 – 11:15 – notar aðalinngang.

5. bekkur mætir kl. 8:50 – 12:00 – notar aðalinngang.

6. bekkur mætir kl. 9:00 – 12:10 – notar aðalinngang.

 

Eftirfarandi bekkir mæta í skólann mánudaga og miðvikudaga en eru í heimanámi hina dagana:

7. bekkur mætir kl. 9:00 – 11:00 – notar unglingainngang.

8. bekkur mætir kl. 9:15 – 11:15 – notar unglingainngang.

9. bekkur mætir kl. 10:00 – 12:00 – notar unglingainngang.

10. bekkur mætir kl. 9:30 – 11:30 – notar unglingainngang.

Við biðjum ykkur að virða þessar tímasetningar, ekki senda börnin of snemma í skólann og ekki of seint.

Skólamatur mun áfram senda létta máltíð fyrir 1. – 6. bekk sem nemendur fá í sínar stofur áður en nemendur fara heim. Við hvetjum nemendur til að koma með brúsa að heiman til að drekka vatn yfir daginn sem og með hádegismatnum. Nemendur verða á sínu svæði frá því þeir koma og þangað til þeir fara heim fyrir utan úti hreyfitíma. Því verða allir að hafa með sér hollt og gott nesti.

Á meðan á þessum takmörkunum stendur eru foreldrar og aðrir beðnir um að koma ekki inn í skólann heldur senda frekar tölvupóst á viðkomandi kennara eða hringja. Á þessum tímum höfum við skilning á því ef foreldrar þurfa að hafa börn sín heima og biðjum við ykkur þá að senda tölvupóst á umsjónarkennara.

Með von um gott samstarf,

skólastjórnendur Gerðaskóla