Gerðaskóli Garði

Stofnaður 1872

Sími: 425-3050

Hænuungar í heimsókn

Í dag fengu nemendur skólans skemmtilega heimsókn. Manfred kennari kom með alla 9 hænuungana sem klökktust út i námsverinu hjá okkur fyrir páska. Það var gaman að fá loksins að sjá fuglana. En eins og þið vitið þá varð samkomubannið þess valdanadi að ungarnir klökktust út í skólanum en engir nemendur fengu að sjá þá. Það var því mikil gleði í dag þegar nemendur fengu loksins að sjá og halda á fuglunum. Skemmtilegur dagur og mikil gleði. Nemendur lærðu meðal annars að hænuungar reyna að borða allt sem þeir sjá og að þeir kúka mjög oft og mikið. Allir nemendur fengu viðvörun um að mögulega myndu fuglarnir kúka á hendurnar og jafnvel fötin þeirra. En það stoppaði ekki marga og þau voru mjög dugleg að halda á fuglunum og klappa þeim. Frábært tækifæri fyrir nemendur og starfsmenn að sjá og fræðast um fuglana. Myndir frá heimsókninni má sjá undir Myndasafn hér hægra megin á heimasíðu skólans.