Gerðaskóli Garði

Stofnaður 1872

Sími: 425-3050

Bréf til forsetans

Heimanám hjá 2. bekk var sett upp sem bingó í samkomubanninu og nefnt Skólabingó. Þar var sett inn bæði hefðbundið heimanám i íslensku og stærðfræði, ýmislegt til að brjóta upp hversdagsleikann og svo ýmisleg hreyfing. Eitt af verkefnunum hjá börnunum í 2. bekk var að finna 3 spurningar sem þau mundu vilja spyrja Forseta Íslands. Guðrún kennari fékk margar skemmtilegar spurningar sem hún sendi síðan til forsetans sem hann svaraði vel og skilmerkilega. Við vitum t.d. núna að það er langoftast skemmtilegt að vera forseti, hann á ekki limmósínu, honum finnst bleikja vera besti maturinn, honum finnst handbolti skemmtilegur, hann hefur ekki talað við Donald Trump en einu sinni verið í sama sal og hann, húsið hans er hvítt með rauðu þaki og það er óvíst hvar hann muni eiga heima þegar hann hættir að vera forseti, kannski bara í Garðinum. Einnig fékk bekkurinn fallegt bréf frá forsetanum sem má sjá hér.